Í kuldagallann öll,
við klæðum okkur vel
það vissara ég tel, já
vel, já – látum gossa
það er flott og svalt á Suðurpólnum
það er líf og fjör á Suðurpólnum
þar er ís og snjór og kalt,
þar Georg mörgæs býr
Hann Georg, hann er góður vinur minn, ó, já,
og ég vonandi í fjöldanum hann finn, ó, já, því við
skemmtum okkur saman
já, það er alltaf gaman
að koma hér og gleðjast sérhvert sinn, ó, já, hann
rennir sér á maganum svo hratt, ó, já, en hann
kann ekk´að fljúga, það er satt, ja, hér, en hann
syndir um sjónum
og leikur sér í snjónum
já, kuldinn ekki sigrar hann svo glatt og þegar
kemur stinningshríð
við stöndum saman þétt
því mörgæsirnar gera þetta rétt
og Georg kallinn hlær svo létt,
(hann) lætur ekkert á sig fá því
það er flott og svalt á Suðurpólnum
það er líf og fjör á Suðurpólnum
þar er ís og snjór og kalt,
þar Georg mörgæs býr
Í kuldagallann öll,
við klæðum okkur vel
það vissara ég tel, já
vel, já – látum gossa
Hann Georg, hann er góður vinur minn, ó, já,
og ég vonandi í fjöldanum hann finn, ó, já, því við
skemmtum okkur saman
já, það er alltaf gaman
að koma hér og gleðjast sérhvert sinn, og þegar
kemur stinningshríð
við stöndum saman þétt
því mörgæsirnar gera þetta rétt
og Georg kallinn hlær svo létt,
(hann) lætur ekkert á sig fá því
það er flott og svalt á Suðurpólnum
það er líf og fjör á Suðurpólnum
þar er ís og snjór og kalt,
þar Georg mörgæs býr
það er svalt og kúl á Suðurpólnum
það er líf og fjör á Suðurpólnum
þar er ís og snjór og kalt,
og þarna vorum við í dag.