Ég skal mála allan heiminn elsku mamma,
Eintómt sólskin, bjart og jafnt.
Þó að dimmi að með daga kalda og skamma,
Dagar þínir verða ljósir allir samt.
Litlu blómin, sem þig langar til að kaupa,
skal ég lita hér á teikniblaðið mitt.
Ég skal mála allan heiminn elsku mamma,
svo alltaf skíni sól í húsið þitt.
Óskaðu þér mamma,alls sem þú vilt fá,
ennþá á ég liti, til hvers sem verða má.
Allar heimsins stjörnur og ævintýra fjöll
óskaðu þér mamma svo lita ég þau öll.
Ég skal mála allan heiminn elsku mamma,
eintómt sólskin, bjart og jafnt.
Þó að dimmi að með daga kalda og skamma,
dagar þínir verða ljósir allir samt.
Litlu blómin, sem þig langar til að kaupa,
skal ég lita hér á teikniblaðið mitt.
Ég skal mála allan heiminn elsku mamma,
svo alltaf skíni sól í húsið þitt.