Söngvaborg 5 - Það er veisla

Prenta texta

ÞAÐ ER VEISLA

Vittu nú til, það er veisla hér,

við skulum velja bestu fötin,(“Já, ég er sko til í
það”)

taktu þau til, meðan tími er,

ekkert tau má hafa götin,(“Ó nei, það væri
verra”)

kjólana, bestu jakkana, já, það verður sjón að sjá(“Það held ég
nú”)

slaufuna, hvítu sokkana, og það glampar skóna á.(“Vááá”)

Vá, hvað við erum ánægð,

uppáklædd, nema hvað.(“En munið samt krakkar, að…”)

Best þó er góða skapið,

aldrei nær neitt að skyggj´á það.(“Ó, nei”)

Heyrðu mig nú, það er hátíð hér,

við skulum hárið okkar greiða.(“Ja, ég er nú með dálítinn
lubba”)

Hrein og fín, já, að hugsa sér,

eins og himnabrúðurin heiða.(“Það er sko sólin”)

Skyrturnar fínu straujaðar, sem og bláu buxurnar,

borðarnir, bleiku bolirnir, fínu fötin alls staðar.

Vá, hvað við erum ánægð,

uppáklædd, nema hvað.(“Já, en munið að…”)

Best þó er góða skapið,

aldrei nær neitt að skyggj´á það.(“Það geta nefinilegaekki
allir verið eins”)