Söngvaborg 5 - Syngjum og dönsum í Söngvaborg

Prenta texta

SYNGJUM OG DÖNSUM Í SÖNGVABORG

Við syngjum og dönsum í Söngvaborg,

við syngjum í Söngvaborg.

Lífið hér er leikur einn,

langar þig að vera með?
Eftir situr ekki neinn,

allir vilja kæta geð.

Allt sem við viljum er

gleði og vinátta,

látum þann söng hljóma hátt og snjallt,

já, komdu með.

Við syngjum og dönsum í Söngvaborg,

við syngjum í Söngvaborg.

Allir læra eitthvað hér,

áfram tíminn líður hratt,

þannig borgin þessi er,

það ég segi alveg satt.

Allt sem við viljum er

gleði og vinátta,

látum þann söng hljóma út um allt,

já, komdu með.

Við syngjum og dönsum í Söngvaborg,

við syngjum í Söngvaborg.

Við syngjum og dönsum í Söngvaborg,

við syngjum í Söngvaborg.