Söngvaborg 5 - Styttulagið

Prenta texta

STYTTUR (ESTATUA)

Stytturnar sjáum við standa og bíða

stórar og smáar í borginni víða.

Við búum til okkar, nú breytumst við öll… í styttur!

Sumar að beygja sig, sumar að hneygja,

sundur og saman sig reigja og teygja.

Við búum til okkar, nú breytumst við öll… í styttur!

Í alls konar stellingum eru þær festar,

en eitthvað að segja okkur hafa þær flestar,

kyrrar að eilífu, þær eru bestar,

við breytum okkur.. í styttur!

Við getum hreyft okkur, vasklega látið,

(en) verið nú tilbúin, stöðuna mátið,

um leið og við stoppum þá breytumst við öll… í styttur!

Í alls konar stellingum eru þær festar,

en eitthvað að segja okkur hafa þær flestar,

kyrrar að eilífu, þær eru bestar,

við breytum okkur…

við setjum hendur okkar út,

og höllum okkur fram á við,

á okkar varir setjum stút,

rétt til að bæta útlitið,

Nú við erum styttur!