(Sem Parar)
Öll nú klöppum við,
(við) klöppum öll í takt,
öll nú klöppum við
svo klár með pomp og prakt.
Klöppum núna hraðar, hraðar,
hratt og höfum hátt!
Núna hægar, sein í svifum,
syngjum ofurlágt.
Öll nú þrömmum við,
(við) þrömmum öll í takt,
öll nú þrömmum við,
og það með pomp og prakt.
Þrömmum núna hraðar, hraðar,
hratt og höfum hátt!
Núna hægar, sein í svifum,
syngjum ofurlágt.
Öll nú sveigjum við,
(við) sveigjum okkur létt,
öll hér svona líka
svakalega nett.
Sveigjum núna hraðar, hraðar,
hratt og höfum hátt!
Núna hægar, sein í svifum,
syngjum ofurlágt.
Öll við dillum hér
(svo) duglega í dag,
af því dillandi er
dans við þetta lag.
Dilllum núna hraðar, hraðar,
hratt og höfum hátt!
Núna hægar, sein í svifum,
syngjum ofurlágt.
Hrist, hrist, hristum vel
(og) hreyfum til og frá,
hrist, hrist, hristum haus
og hristum stóru tá.
Hristum okkur hraðar, hraðar,
hratt og höfum hátt!
Núna hægar, sein í svifum,
sönginn endum brátt,
sönginn endum brátt,
sönginn endum brátt.