Söngvaborg 5 - Klapp og taktur

Prenta texta

Klapp og taktur

Masi:
Hér færðu lítinn leik um
takt

Sem líka´er fjörugt
lag.

Það má leika´hann
í hóp

Það má leika hann einn.

Það má leika´ann
sérhvern dag.

Hlustiði nú. (Klapp)

Hafiði það?
(Klapp)

Masi:

Komið nú að ykkur er

að klappa þennan takt.

Það má klappa´ann
lágt

Það má klappa´ann
hátt

Allir klárir, við byrjum sem
sagt.

Einu sinni enn. (Klapp) Einu sinni.
Enn

Afar gott. Þið
náðuð því.

Og albest við taktinn okkar er

að aldrei breytist hann.

En það sem á er slegið hér

smá skrítið virðast kann.

Á magann svo. (Klapp)

Á axlirnar. (Klapp)

Á minn sann, þau náðu því.


Og albest
við taktinn okkar er

að aldrei breytist hann.

En það sem á er slegið hér

smá skrítið virðast kann.

Á lærin nú! (Klapp)

Á mjaðmirnar nú! (Klapp)

Þetta er flott hjá ykkur.

Laginu´okkar lýkur senn

þó ljúft sé þetta
streð.

En konur
og menn

Bara´eitt sinn enn

Allir saman nú klappið með.