Í HLÝRRI SVEIT
Í hlýrri sveit er hlöðuball
þar hlæja dýr sem elska skrall,
þau stíga dans og skemmta sér,
allar hænurnar gagga, já, þett´er sko lífið
í hlýrri sveit.
Þar læra kýr sinn línudans
þær líta upp til stjórnandans,
einn hestur klár, hann gleymdi sér,
hann traðkað´ á skottin´á aumingja kisu
í hlýrri sveit.
Í hlýrri sveit er hlöðuball
þar hlæja dýr sem elska skrall,
þau stíga dans og skemmta sér,
það er hundurinn Snati sem spilar á trommur,
í hlýrri sveit.
Þar læra kýr sinn línudans
þær líta upp til stjórnandans,
það hriktir hátt í stoðunum,
það endar með því að það fer allt úr böndum
í hlýrri sveit.