HREYFILAGIÐ
(“Segðu okkur hvað við getum gert”)
Sniðugt er við snoturt lag
(að) snúa sér í hring og klappa létt,
snúa sér í hring, snúa sér í hring og klappa létt.
Það má lyfta höndunum hátt
og hægt þær láta síg´á ný,
snúa sér í hring og klappa létt, það gaman er.
(“Hvað má gera fleira?”)
Sniðugt er að hoppa hátt,
hendur upp og klappa sér á
koll,
(“Við getum öll gert þetta”)
allir hoppa hátt, hendur upp og klappa sér á koll.
(“Aaa, þett´er dálítið erfitt!”)
Aftur niður, oní golf
og öðrum fæti lyfta upp,
klappa sér á koll og hoppa hátt, það gaman er.
La la la …