HÉR VIL ÉG VERA
Það var einu sinni urt
sem að óx í græna garðinum,
alla daga sæl og sátt
meðan sólin skein á himninum.
Hún sagði:
Hér vil ég vera, trúðu mér,
hér á ég alltaf heima og mér líður vel.
Þá kom fluga fljúgandi,
og með fréttirnar af götunni, (hún sagði)
líf þitt, blóm, er letilíf,
reynd´að losa þig frá rótinni.
En blómið sagði:
Hér vil ég vera, trúðu mér,
hér á ég alltaf heima og mér líður vel.
Flugan hló þá, flögraði um,
henni fannst svo fátt um það,
eitthvað flaug hún, eftir sat blóm,
það var enn á sínum stað.
Það var einu sinni urt
sem að óx í græna garðinum,
alla daga sæl og sátt
meðan sólin skein á himninum.
Hún sagði:
Hér vil ég vera, trúðu mér,
hér á ég alltaf heima og mér líður vel –
heima og mér líður vel