Söngvaborg 5 - Gerðu svo vel

Prenta texta

GERÐU SVO VEL (Atravessar rue)

Saman við öll sitjum nú hér,

sunnudagssteikin ilmandi bíður,

mamma er best, en maður skal samt

muna borðsiðina.

Þannig er það, þegar þú sest

þú átt að hafa hendurnar hreinar,

ekk´upp á borð með olnbogana,

mundu borðsiðina.

Nei, engin læti svona yfirleitt

svo allir fá´í næði matarins neytt.

Ef að þú þarft í eitthvað að ná

ekki þá teygja þig yfir borðið,

sá sem er nær sendir þér það,

mundu borðsiðina.

Nei, engin læti svona yfirleitt

svo allir fá´í næði matarins neytt.

Gaman er hér, gleðin við völd,

glöð er´ún mamma, ánægð með hópinn.

Steikin er heit, stundin er góð,

gerið svo vel,

gerið svo vel,

(en) munið borðsiðina!