Söngvaborg 4 - Syngjum nú saman

Prenta texta

Ef á ég að syngja þá tryggast ég tel
að textinn sé öllum til sóma
við sérhverja nótu skal vanda sig vel
ef við viljum fá lög til að hljóma.

Að læra að syngja er leið fyrir þá
sem leiðist að öskra og garga.
Við verðum að syngja með von eða þrá
það virðist svo gott fyrir marga.

Hæ-hæ-hæ-hæ, syngjum nú saman,
við syngjum og hlæjum
og höfum nú hátt
já, hlæjum því það er svo gaman.

Hæ-hæ-hæ-hæ, syngjum nú saman,
við syngjum um gleði
og syngjum nú sátt,
já, syngjum því það er svo gaman.

Í sól eða regni er söngur við völd,
við syngjum á gleðinnar vegi,
við syngjum að morgni, við syngjum um kvöld,
og við syngjum að nóttu og degi.

Söngurinn kallar fram gleði og grín
og gamlingja virðist hann yngja
því sönglistin verður svo frábær og fín
ef finnst okkur gaman að syngja.

Hæ-hæ-hæ-hæ, syngjum nú saman,
við syngjum og hlæjum
og höfum nú hátt
já, hlæjum því það er svo gaman.

Hæ-hæ-hæ-hæ, syngjum nú saman,
við syngjum um gleði
syngjum nú sátt,
já, syngjum því það er svo gaman.