Söngvaborg 4 - Sumar í sveit

Prenta texta

Förum frjáls
yfir fjöll og háls.
Það er sumar í sveit.
(Það er sumar í sveit).
Frá söltum sæ
að sveitabæ.
Það er sumar í sveit.
(Það er sumar í sveit).

Kisukór
(Mjá),
og kiðlingar
(Me-he-he).
Krummakrunk
(Krunk-krunk),
og kýr á beit.
(Muuu).

Þau syngja söng!
Það er sumar í sveit.

Belja á beit
svo brún og feit.
Það er sumar í sveit.
(Það er sumar í sveit).
Lömbin að leik,
lyfta sér á kreik.
Það er sumar í sveit.
(Það er sumar í sveit).

Kisukór…

Það er sitthvað að sjá
í sveitinni, ó-já.
Það er sumar í sveit.
(Það er sumar í sveit).
Hreindýrahjörð
að hlaupa um jörð.
Það er sumar í sveit.
(Það er sumar í sveit).