Söngvaborg 4 - Pollíanna dansar nú í dag

Prenta texta

Hér er allt svo gott, bæði fínt og flott
og Pollíanna dansar nú í dag.
Já, með háð og spott og gleðiglott
hún Pollíanna dansar nú í dag.

Syngjum öll, syngjum öll, syngjum saman lítið lag.
Ef við syngjum núna saman
verður svakalega gaman
og hún Pollíanna dansar nú í dag.

Já, við syngjum best og við sjáum flest
að hún Pollíanna dansar hér í dag.
Hér er gleðin mest þar til sólin sest
því Pollíanna dansar hér í dag.

Syngjum öll, syngjum öll, syngjum saman lítið lag.
Enginn á að standa,
við ætlum nú að dansa
því hún Pollíanna dansar nú í dag.

Förum öll á sprett, það er ljúft og létt,
því Pollíanna dansar hér í dag.
Stöndum saman þétt. Það er alveg rétt
að Pollíanna dansar nú í dag.

Syngjum öll, syngjum öll, syngjum saman lítið lag.
Og við lemjum saman lófum
í löngum halarófum
því hún Pollíanna dansar nú í dag.
Já Pollíanna dansaðu í dag!