Tikk og takk og tipla út á skakk
því klukkan tifar og tímann sífellt skrifar.
Tikk og takk, hún tekur flikk og flakk,
lætur tímann lifa og léttum vísum bifar.
Ef ég væri orðin lítil klukka
ó, það yrði voða mikil lukka.
Vísarnir þá yrðu armar mínir
og þeir hreyfðust eins og armar þínir.
Klukkudansinn dátt við stígum saman
dillandi í mjöðmum, ó það er svo gaman
þegar takturinn – fer að blakta
og allir baða öllum öngum út.
Tikk og takk og tipla út á skakk
því klukkan tifar og tímann áfram skrifar.
Tikk og takk, hún tekur flikk og flakk
lætur tímann lifa og léttum vísum bifar.
Klukkan hringir, höfðinu hún nikkar
hjartað slær er klukkuverkið tikkar,
gengur látlaust, – og hún aldrei sefur
ár og daga merki um tímann gefur.
Klukkudansins dátt við stígum saman
dillandi í mjöðmum, ó það er svo gaman
þegar takturinn – fer að blakta
og allir baða öllum öngum út.
Tikk og takk og tipla út á skakk
því klukkan tifar og tímann áfram skrifar.
Tikk og takk, hún tekur flikk og flakk,
lætur tímann lifa og léttum vísum bifar.
:,: Tikk og takk og tipl á skakk.
Tikk og takk og tipl á skakk.
Því tíminn líður, ekki bíður,
áfram skríður straumur stríður
endalaus og undurþýður, áfram gakk :,:
Tikk og takk, já tímann klukkan skrifar
tikk og takk og sífellt áfram tifar.
Endalaust hún áfram telur daga
ár og aldir dansinn gamla kjagar.
Klukkudansinn dátt við stígum saman
dillandi í mjöðmum, ó það er svo gaman
þegar takturinn – fer að blakta
og allir baða öllum öngum út.