Hlustaðu á trommarann sem taktinn kann að slá
taktu eftir öllu því sem inn á milli heyra má.
Hlustaðu á trommarann sem leikur núna rokk og ról
reynd’ að heyra hvernig kjuðar lemja öll hin skrítnu tól.
Það er einsog hjartað vilji hoppa
já, þegar heyrist takturinn.
Hlustaðu á bassaleikinn sem bakvið taktinn er
baulandi í fjarska og í djúpinu hann leikur sér
Hlustaðu á bassagítar sem spilar núna rokk og ról
reynd’ að heyra bassann drynja einsog tröll við Norðurpól.
Það er einsog hjartað vilji hoppa
já, þegar hljómar bassinn minn.
Hlustaðu á gítarinn sem flækist þarna útum allt
allir skrítnu tónarnir og hljómfallið það er svo snjallt
Hlustaðu á gítarinn sem spilar núna rokk og ról
reynd’ að heyra sólóið sem hljómar einsog væl og gól..
Það er einsog hjartað vilji hoppa
já, þegar hljómar gítarinn.