Söngvaborg 4 - Á réttan hátt

Prenta texta

Ég get sungið sterkt og stundum svo vægt
stundum alveg ótrúlega, ótrúlega hratt og hægt.
Ég get öskrað hátt, hvíslað lágt.
Og hlustendur mínir þeir dansa dátt.

Oft er röddin svo blíð, stundum er hún svo ströng.
Stuttar nótur ég kann, síðan kemur ein löng.
Það má svífa á hæsta tón eða syngja djúpt
sumir vilja öskra, hvísla ljúft.

Bassann þú slærð eða trommur í takt
töluvert er það sem á sig er lagt.
Þú mátt spila lágt eða hafa hátt.
Þeir sem hlusta á geta dansað dátt.

En það er eitt sem er öruggt mál
þú átt þig að vanda af lífi og sál.
Því hvað sem þú gerir, þú muna mátt
að músíkin hljómar á réttan hátt.