Sólin er risin, sumar í blænum
sveitin að klæðast úr feldinum grænum
ómar allt lífið af yndi og söng
unaðs björtu dægrin löng
Sól sól skín á mig
ský ský burt með þig
gott er í sólinni að gleðja sig
sól sól skín á mig.
Blóm brekkur skrautlegar iðandi anga
andblærinn gælir við marglita vanga
ómar allt lífið af yndi og söng
unaðs björtu dægrin löng
Sól sól skín á mig
ský ský burt með þig
gott er í sólinni að gleðja sig
sól sól skín á mig.
Sól sól skín á mig
ský ský burt með þig
gott er í sólinni að gleðja sig
sól sól skín á mig.