Söngvaborg 3 - Komdu niður

Prenta texta

Þegar ég var lítil var ég voða
feimin oft
og væri einhver ókunnugur skaust ég upp á loft.
En ef að ég var úti, þegar gest að garði bar,
ég geystist upp á hlöðuburst og settist niður þar.

Viðlag:
Komdu niður, kvað hún amma.
Komdu niður, sögðu pabbi og mamma.
Komdu niður, komdu niður,
komdu niður, sungu öll í kór.

Svo stækkaði ég meira og þá varð
ég voða kát,
og veslings pabba og mömmu oft ég setti hreint í mát.
Égskoppaði og hentist yfir hvað sem fyrir var,
ég hoppaði upp á skólaþak og settist niður þar.

Viðlag

En seinna verð ég stærri og það
verður gaman þá,
og víst er það að margt þið fáið þá til mín að sjá.
Þá ætla ég nú upp í tunglið strax að fá mér far,
og finna karlinn skrýtna sem að á víst heima þar.

Viðlag