Söngvaborg 3 - Fugladansinn

Prenta texta

Bíbí´bí og dirrindí
fuglinn flýgur upp í ský
fimur dillar stélinu.

Út í snjónum tístir hátt
og hann flögrar hátt og lágt
undan hríðarélinu.

Ekkert gogginn í hann fær
ótt og títt hann vængjum slær
og hann sperrir lítil stél.

Fá hann mola vill í nef
flögrar svangur um með kvef
flýr í krókaleiðum él.

Dönsum fugladansinn
dýrum gefum brauð
Látum fuglafansinn
á frera landsins
ekki líða nauð.

Öndin segir bra bra bra
og hún hreyfir vængina
og með stélinu hún rær.

Upp á gátt hún opnar nef
er með kuldahroll og kvef
engan mat úr vatni fær

Kallar hún á krakka hér
komið nú að hita mér
ég kafað get ei fyrir ís

Ef í gogginn ekkert fæ
áfram bara vængjum slæ
út í kuldann ég frís

Dönsum fugladansinn
dýrum gefum brauð
Látum fuglafansinn
á frera landsins
ekki líða nauð.