Fljúga hvítu fiðrildin
fyrir utan glugga
þarna siglir einhver inn
ofurlítl duggan
Sigga litla systir mín
situr út í götu
er að mjólka ána sín
í ofurlitla fötu
Afi minn fór á honum rauð
eitthvað suður á bæi
að sækja bæði sykur og brauð
sitt af hvoru tagi
Afi minn og amma mín
út á bakka búa
þau eru bæði sæt og fín
og þangað vil ég fljúga
Kristin litla komdu hér
með kalda fingur þína
ég skal bráðum, bjóða þér
bá’alófa mína.
Fuglinn segir bí bí bí
bí bí segir Stína
kveldúlfur er komin í
kerlinguna mína.