Söngvaborg 1 - Vor í lofti

Prenta texta

Nú heilsa okkur sól og blíður sunnanblær,
blíður, fríður, blíður sunnanblær,
og grasið er svo miklu grænna en í gær,
grænna en í gær.Því nú er bjart og nú er vor í lofti
já, nú er bjart og sólskinið er hlýtt
já, nú er jörðin glöð því nú er vor í lofti
og nú lífið splunkunýtt.Og útum alla móa nú birtast lítil blóm,
birtast, birtast, birtast lítil blóm
og brumið vex á trjám og börnin far’úr skóm,
börnin far’úr skóm.Því nú er bjart og nú er vor í lofti
já, nú er bjart og sólskinið er hlýtt
já, nú er jörðin glöð því nú er vor í lofti
og nú lífið splunkunýtt.Og fuglar saman byggja sér bústað uppí tré,
byggja, byggja, bústað uppí tré,
og bóndinn kátur rekur á fjallið allt sitt fé,
rekur allt sitt fé.Því nú er bjart og nú er vor í lofti
já, nú er bjart og sólskinið er hlýtt
já, nú er jörðin glöð því nú er vor í lofti
og nú lífið splunkunýtt.Og jörðin fer að dansa og jörðin skellihlær
jörðin, jörðin jörðin skellihlær
hún elskar ykkur, sól og blíði sunnanblær,
blíði sunnanblær.Því nú er bjart og nú er vor í lofti
já, nú er bjart og sólskinið er hlýtt
já, nú er jörðin glöð því nú er vor í lofti
og nú lífið splunkunýtt.