Söngvaborg 1 - Krókódíllinn

Prenta texta

Hlustið þið krakkar,
æ mig langar til að heyra
hvort þið þekkið nokkuð meira
af dýrum en ég.Þið þekkir hunda (voff voff)
og ketti (mjá)
og hesta (uhuuu)
og kýrnar (muu)
og hænur (gaggalagú)
og kindur (mee)En krókódíl?
En krókódíl?Ha?Ég þekki kátan krókódíl
sem keyrir stóran rútubíl.
Hann ekur út um bæinn,
hann er nú meiri gæinn,
hann skoppar um og skransar
og skottísinn hann dansar,
svo gengur hann í jakka,
já og skóm og síðum frakka.Ég þekki kátan krókódíl,
sá krókódíll er giftur fíl,
þau leigja lítið raðhús
og lítið gufubaðhús
í rokókókó krókódílastíl.Oft hann skellir skoltum,
skoppar gjörð og boltum,
tekur heljarstökk og handahlaupin
uppá holtum.
Hann skoppar oft um miðbæinn á mjúkum strigaskóm
en mætirðu honum smellir hann í góm.Ég þekki kátan krókódíl
sem kom hér alla leið frá Níl.
Hann segist heita Haffi
og hellir uppá kaffi
og ef hann burstar tennur
þá æði á hann rennur,
því öll sú heljarglíma
tekur einn og hálfan tíma.Ég þekki kátan krókódíl
sem kærir sig ei neitt um víl,
hann hlær að góðu gríni
með gríðarstóru trýni
og hlustar allra helst á Bógómíl.Hvað segið þið krakkar,
æ, mig langar til að heyra
hvort þið þekkið nokkuð meira
af dýrum en ég.Þið þekkir hunda (voff voff)
og ketti (mjá)
og hesta (uhuuu)
og kýrnar (muu)
og hænur (gaggalagú)
og kindur (mee)En krókódíl?
En krókódíl?Ha?Ég þekki kátan krókódíl
sem keyrir stóran rútubíl.
Hann ekur út um bæinn,
hann er nú meiri gæinn,
hann skoppar um og skransar
og skottísinn hann dansar,
svo gengur hann í jakka,
já og skóm og síðum frakka.Ég þekki kátan krókódíl,
sá krókódíll er giftur fíl,
þau leigja lítið raðhús
og lítið gufubaðhús
í rokókókó krókódílastíl.Það er aldeilis munur að þekka krókódíl´Í rokókókó krókódílastíl.