Söngvaborg 1 - Kanntu brauð að baka

Prenta texta

Kanntu brauð að baka?
Já, það kann ég.
Svo úr því verði kaka?
Já, það kann ég.
Ertu nú alveg viss um?
Já, það er ég.
Eða ertu ef til vill að gabba mig?

Kanntu mat að sjóða?
Já, það kann ég.
Og gestum heim að bjóða?
Já, það kann ég.
Ertu nú alveg viss um?
Já, það er ég.
Eða ertu ef til vill að gabba mig?

Kanntu ber að tína?
Já, það kann ég.
Stoppa í sokka mína?
Já, það kann ég.
Ertu nú alveg viss um?
Já, það er ég.
Eða ertu ef til vill að gabba mig?

Kanntu að sjóða fiskinn?
Já, það kann ég.
Og færa hann upp á diskinn?
Já, það kann ég.
Ertu nú alveg viss um?
Já, það er ég.
Eða ertu ef til vill að gabba mig?

Kanntu að vagga barni?
Já, það kann ég.
Prjóna sokka úr garni?
Já, það kann ég.
Ertu nú alveg viss um?
Já, það er ég.
Eða ertu ef til vill að gabba mig?

Sérðu hér er hringur?
Já, það sé ég.
Ég set hann á þinn fingur?
Já, það vil ég.
Ertu nú alveg viss um?
Já, það er ég.
Eða ertu ef til vill að gabba mig?

Prestinn mun ég panta.
Já, það vil ég.
Því hann má ekki vanta.
Nei, það skil ég.
Ertu nú alveg viss um?
Já, það er ég.
Eða ertu ef til vill að gabba mig?