Söngvaborg 1 - Hvolparnir hennar Krullu

Prenta texta

Í körfu útí horni
er kynlegt margt að sjá,
þar liggur tíkin Krulla
með hvolpa sem hún á.
Þeir eru ósköp margir
og mamman er svo þreytt
því elsku litlu greyin
þau geta ekki neitt.
Því elsku litlu greyin
þau geta ekki neitt.Þeir sjúga bara spena
og spræna útum allt,
og stundum fá þeir hiksta
og stundum er þeim kalt.
Og mamman er á þönum
að þríf’upp eftir þá
og þerra, kemb’ og snyrta’
á þeim eyru, skott og tá.
Og þerra, kemb’ og snyrta’
á þeim eyru, skott og tá.Sá minnsti heitir Dropi
með doppu hausnum á,
og systir hans er Fía
svo fín og mjúk og grá,
svo eru Rós og Skari
og skræpótt eru þau,
en Ólafía litla
er óð í sultutau.
En Ólafía litla
er óð í sultutau.Já, hvolpar hafa eyru
og augu voða smá
og agnarlitla rófu
sem dinglar aftan á
og stutta bogna fætur
sem stundum – svíkja þá
þá stingast þeir á trýnið
og skjögra til og frá,
Þá stingast þeir á trýnið
og skjögra til og frá.Þeir ólmast stundum mikið
og hafa stundum hátt
í hrúgu oft þeir veltast
en vita ósköp fátt
þeir vita ekk’um hætturnar
út um alltan heim
en alltaf er það víst að
hún mamma bjargar þeim,
já, alltaf er það víst að
hún mamma bjargar þeim.