Sigga Beinteins - Jörð

Prenta texta

Móðir mín jörð
sem í faðmi geymir
gamalt líf og nýtt.
Í augu þínum búa allir litir
líka svart og hvítt
Í örmum þér
var mér stundum nístingskalt
og stundum hlýtt.
ég hef hlegið og grátið
og þannig er eins og þú veist
tilveran okkar.

Svo stutt svo löng
þögul en full af söng svo grimm
en þó svo undurblíð.
þó himininn sé hár
er heimur okkar agnarsmár

það kemur vor
eftir vetrarmyrkur
verður aftur ljós
það gróa sár
og úr sárum jarðar
síðar vex upp rós
Í gleð‘og sorg
er hún allra hluta
uppspretta og ós.
ég get hlegið og grátið
og þannig er eins og þú veist
tilveran okkar.

Viðlag……