(Björgvin)Einhvern tíma áður augum leit ég á þig
alveg er ég sannfærður þín augu sáu mig.
Ef til vill andartak
sem ógleymalegt var,
og síðan hef ég leitað alls staðar.(Sigga)Einhvern tíma síðar til baka lítum við
yfir okkar æviveg að finna upphafið
ef til vill andartak
sem ógleymanlegt var
upphaf okkar bestu minninga.Núna ertu hér – og ég sé
svona leikur lífið sér.
Ef til vill okkur ætlað var hvort annað
ef þér líður eins og mér
aldrei skal ég sleppa þér
gef mér þína hönd, ég gef þér allt mitt líf.(Sigga)
Einhvern tíma var ég vonsvikin og leið
vænti þess að finna það sem vissi að mín beið.
Ef til vill andartak
sem ógleymanlegt var
ég leit í augu þín og fann mitt svar.Núna ertu hér – og ég sé
svona leikur lífið sér.
Ef til vill okkur ætlað var hvort annað
ef þér líður eins og mér
aldrei skal ég sleppa þér
gef mér þína hönd, ég gef þér allt mitt líf.Ég segi þér
að sál mín syngur nú
söngvana sem gleymdir voru mér.
Aldrei var í hjarta mér
svo óbilandi trú
sem upplifi ég hér í faðmi þér.Núna ertu hér…..
(Björgvin)Einhvern tíma áður augum leit ég á þig
alveg er ég sannfærður þín augu sáu mig.
Ef til vill andartak
sem ógleymalegt var,
og síðan hef ég leitað alls staðar.(Sigga)Einhvern tíma síðar til baka lítum við
yfir okkar æviveg að finna upphafið
ef til vill andartak
sem ógleymanlegt var
upphaf okkar bestu minninga.Núna ertu hér – og ég sé
svona leikur lífið sér.
Ef til vill okkur ætlað var hvort annað
ef þér líður eins og mér
aldrei skal ég sleppa þér
gef mér þína hönd, ég gef þér allt mitt líf.(Sigga)
Einhvern tíma var ég vonsvikin og leið
vænti þess að finna það sem vissi að mín beið.
Ef til vill andartak
sem ógleymanlegt var
ég leit í augu þín og fann mitt svar.Núna ertu hér – og ég sé
svona leikur lífið sér.
Ef til vill okkur ætlað var hvort annað
ef þér líður eins og mér
aldrei skal ég sleppa þér
gef mér þína hönd, ég gef þér allt mitt líf.Ég segi þér
að sál mín syngur nú
söngvana sem gleymdir voru mér.
Aldrei var í hjarta mér
svo óbilandi trú
sem upplifi ég hér í faðmi þér.Núna ertu hér…..