Sálin hans Jóns míns - Sódóma

Prenta texta

Skuggar í skjóli nætur
skjóta rótum sínum hér.
Farði og fjaðrahamur.
– Allt svo framandi er.

Fyrirheit enginn á
– aðeins von eða þrá.
Svo á morgun er allt liðið hjá

Sviti og sætur ilmur
saman renna hér í eitt.
Skyrta úr leðurlíki
getur lífinu breytt.

Fyrirheit enginn á
– aðeins von eða þrá.
Tíminn fellur í gleymskunnar dá.
Fyrirheit enginn á
– aðeins drauma og þrá.
Svo á morgun er allt liðið hjá.

Hérna er allt sem hugurinn gæti girnst
– já, og eðalguðaveigar.
Nóttin er ung og hún iðar í takt við þig.
Allt getur gerst – og eflaust gerist það víst
bara bruggið ef þú teigar.
Svo er svifið þöndum vængjum
– svo er svifið þöndum vængjum.
Sódóma.

Holdið er hlaðið orku
hafið yfir þína sýn.
Drjúpa af dimmum veggjum
dreyri, vessar og vín.

Fyrirheit enginn á
– aðeins von eða þrá.
Lífið fellur í gleymskunnar dá.
Fyrirheit enginn á
– aðeins drauma og þrá.
Svo á morgun er allt liðið hjá.