Sálin hans Jóns míns - Hjá þér

Prenta texta

Þegar kviknar á deginum og í lífinu ljós,
þegar myrkrið hörfar frá mér,
þá er eitthvað sem hrífur mig eins og útsprungin rós
– þá vil ég vera hjá þér.Þegar geng ég í sólinni mitt um hábjartan dag
litafegurð blasir við mér.
Þegar heimurinn heillar mig líkt og töfrandi lag
– þá vil ég vera hjá þér.Ég vil bæði lif’ og vona,
ég vil brenna upp af ást.
Ég vil lifa með þér svona,
ég vil gleðjast eða þjást.
Meðan leikur allt í lyndi,
líka þegar illa fer.
Meðan lífið heldur áfram
– þá vil ég vera hjá þér.Meðan skuggarnir stækka og ýta húminu að
gamall máninn bærir á sér.
Þá vil ég eiga andartak inn á rólegum stað
– þá vil ég vera hjá þér.Ég vil bæði lif’ og vona,
ég vil brenna upp af ást.
Ég vil lifa með þér svona,
ég vil gleðjast eða þjást.
Meðan leikur allt í lyndi,
líka þegar illa fer.
Meðan lífið heldur áfram
– þá vil ég vera hjá þér.Þegar slokknar í deginum yfirþyrmandi nótt
stormar fyrir stjarnanna her.
En það bítur mig ekkert á og ég sef vært og rótt
ef þú vilt vera hjá mér
– þá vil ég vera hjá þér.