Regína Ósk - Hjartað brennur

Prenta texta

Suma daga ertu einhvern veginn
svo ótrúlega viss með sjálfan þig
þá er einsog víst ég verði fegin
ef viltu hitta mig.

Aðra daga ertu lygilegur
og lætur einsog ég sé ekki til,
stundum reynist okkur varla vegur
að veita ást og yl.

Hjartað brennur.
Þú getur veitt mér það
þetta eina sem ég er að leita að.
Þú, þú ert von og þrá,
þú ert það sem ég vil fá.
Þú, það sem var og er
alla daga vil ég fá að fylgja þér.
Fegurð faðmar mig
ef ég fæ að elska þig …
fæ að elska þig.

Tölum alltaf um að vera vinir,
ég veit það getur ekki hentað fyrir mig.
Þú ert öðruvísi‘ en allir hinir
Ég elska bara þig.

Hvenær fæ ég svarið?
Ég bíð hér og ég get ekki farið.
Og nú einsog er má ég vera hér
og bíða eftir þér.

Hjartað brennur.
Þú getur veitt mér það
þetta eina sem ég er að leita að.
Þú, þú ert von og þrá,
þú ert það sem ég vil fá.
Þú, það sem var og er
alla daga vil ég fá að fylgja þér.
Fegurð faðmar mig
ef ég fæ að elska þig …
fæ að elska þig.

Hvernig væri nú að reyna enn á ný?
Ég vil þú verðir hjá mér,
alla tíð, dag og nótt,
þinn hiti verður hér.

viðlag x2