Regína Ósk - Í djúpum dal - Draumur um dag

Prenta texta

Hönd í hönd

Um ókunn lönd

Enginn á ferli

Nema við tvö

Óræð svör

Í draumanna för

Strauk yfir vangann

Svo kyssileg vör

Augu mín

Geyma þessa sýn

Um ókomin ár

Sé ég kossanna tár

Um framtíðarveginn geng ég með þér

Þú og ég

Ein á ferð

Alein brátt ég verð

Raunveruleikinn

Langt í næstu ferð

Yfir daginn svíf

Með mér ég þig hríf

Það styttir svo tímann

Í draumanna líf

Augu mín

Geyma þessa sýn

Um ókomin ár

Sé ég kossanna tár

Um framtíðarveginn geng ég með þér

Þú og ég