Ef ég fæ að faðma þig um
stund
þá er ég í
lagi.
Þegar þú brosir blítt við
mér
er allt í himnalagi.
Þó regn og
hríð
hamist gluggum á í erg og
gríð,
þá er allt í
lagi,
því ég veit að
þú ert hér hjá mér.
Ef ég á í hjarta þínu
stað
Þá lífið er í
lagi.
Á meðan þú ert besti vinur
minn
Þá verður allt í
lagi.
Þó líði
ár
og ellin komi með sín gráu
hár,
þá verður allt í
lagi.
því ég veit að
þú ert hér hjá mér.
Ég hef allt sem skiptir máli;
frið í sálu mér og
trú.
Ég vil ekki nokkru breyta
hér.
Lífið er í
lagi
svo lengi sem ég hef þig hjá
mér.
Það er hart í heimi víða
víst,
stríð af ýmsu
tagi.
En þar sem ást og virðing
ráða för,
helst er allt í lagi.
Þó standi
styrr
um eitt og annað nú sem áður
fyrr,
þá virðist flest í
lagi,
því ég veit að
þú ert hér hjá mér.
Ég hef allt sem skiptir
máli…..
Allt í
himnalagi.
Allt í
himnalagi.
Allt í
himnalagi
því ég veit
þú vakir æ yfir mér.