Ég vakna við að klukkan hringir átta
Fæ mér morgunmat og dríf mig svo af stað
Bölva svo umferðinni umm sinn
Þannig byrjar dagurinn
Síðan að þú komst er ég í lagi
Allt er orðið bjart og fullt af lit
Núna á ég sól á hverjum degi
Núna á ég þig
Upp úr hádegi er þoka yfir öllu
Þannig líður dagur uns held ég heim á leið
Fer svo að sofa um miðnættið
Þá loksins léttir til
Síðan að þú komst er ég í lagi
Allt er orðið bjart og fullt af lit
Núna á ég sól á hverjum degi
Núna á ég þig
Það koma tímar þar sem lífið
Virðist dauft og laust við lit
Jafnvel á dökkum næturhimni
Kviknar ljós og tifar glit
Norðurljós og stjörnuglit
sóló
Veit ekki enn hver stefnan er
Engin veit hvernig framtíðin fer