Regína Ósk - Ef væri ég - Líttu aldrei við

Prenta texta

Þegar loksins allt

Gengið er um garð

Reyndu að líta burt

Enginn er þar, ekkert að sjá

Stefndu fram á veg

Gegnum dimma nótt

Berðu höfuð hátt

Og láttu engan sjá

Hugsa hlýtt til mín

Þegar syrta fer

Forðastu það eitt

Að hugsa um það, sem næstum því varð

Finndu í hjarta þér

Orðum mínum stað

Berðu höfuð hátt

Og líttu aldrei við

Í gegnum storm og hríð

Gegnum eld og reyk

Horfðu fram á við

Ekkert mun nú, hreyfa við þér

Tíminn mun þá brátt

Vísa heim á leið

Þerraðu öll þín tár

Og láttu engan sjá

…..berðu höfuð hátt

og líttu aldrei við

Karl Olgeir