Ó,litla barn, sefur
þú?
Ó,litla barn,vakir
þú?
í nótt
þessa stjörnubjörtu
nótt
Englar vaka yfir þér
Englar syngja fyrir þig
umvafin ást og elsku
Þú ert engillinn minn
í faðmi mínum átt
þú stað
ekkert mun henda þig
meðan ég er hér
Ó,litla barn, sefur
þú?
Ó,litla barn,vakir
þú?
í nótt
þessa stjörnubjörtu
nótt
Ljúktu aftur augunum
horfðu í gegnum himininn
Og sjá
Það er okkar
leyndarmál.
Þú ert engillinn minn
í faðmi mínum átt
þú stað
ekkert mun henda þig
meðan ég er hér