Regína Ósk - Ef væri ég - Bjöllur

Prenta texta

Bam bam bam bam….

Þeir segja að undir regnboga

Sé grafið gull í jörð

Og margir hafa leitað þess

Út við dal og fjörð

Ég leitaði og leitaði

En fann ekki neitt sem ekki lá

Beint fyrir augum mér, ég leit og sá

Að allt sem átti ég

Það besta sem er til

Er í faðmi mér er vakna ég við dagsins bjölluspil

Bam bam bam bam bam….

Og bjartir líða dagarnir í ljúfum bjölluklið

Og fyrr en varir dofna þeir og amstrið tekur við

Við lesum í stjörnurnar

Höldum við finnum eitthvað þar

Eitthvað sem gefur okkur von, um svar

Hvort sem sólin skín eða næðir vetrarhríð

Þá er svarið hér í hjarta þér og verður alla
tíð

Og þið sem leitið enn að lífsins leyndarmálum

Og þið sem trúið ekki á ástarinnar heit

Heyrið sumarfugla syngja og kirkjuklukkur hringja

Má vera að hér sé lokið ykkar leit

Loksins fann ég það sem aldrei brást né fór

Frá morgni dags til sólarlags

Nú bjöllur klingja í kór

Bam bam bam bam bam……..