Regína Ósk - Ef væri ég - Bítlalag

Prenta texta

Hver sagði ósatt?

Hver sagði frá?

Hver breytti nótt í dag?

Hver vildi vita?

Hver vildi breytast?

Hver vildi skipta´um lag?

Þú veist að við efumst um vegferð okkar hér

Á hverjum degi, þar til kvölda fer

Okkar líf er betra ef við stöldrum við

og ég vona að þú metir

þann sem stendur þér við hlið

Lífið er kvikmynd

Sem líður áfram

Og endinn engin sér

En það veit engin

Sín eigin örlög

Hvernig þetta fer

Því allt sem er erfitt mun móta okkar líf

Að velja´og hafna eða reika út á við

Okkar líf er betra ef við stöldrum við

og ég vona að þú metir

þann sem stendur þér við hlið

Lífið er svo stutt

Gætum líkt því við bítlalag

Bráðum fer að fjara út