Er sól rís að morgni
Og dagur er nýr
Allt umhverfið breytir lit
Er náttmyrkrið flýr
Já, Ástin er eilíf
Ég treysti á það
Og ég mun ávallt standa við hlið þér
Eins og í dag
Þú sýnir mér framtíð
Ást, von og trú
Ég trúi á eilíft líf
Og lífið ert þú
Því Ástin er eilíf
Ég treysti á það
Og ég mun ávallt standa við hlið þér
Eins og í dag
Hjarta mitt stoppar, í örlitla stund
Hvenær sem ég hugsa´um þig
Þú ert albjartur dagur,mín nótt og mitt lag
mmmmmmmm…..
Ég vakna í hlýju
Þú, sem umlykur mig
Ég heyri af vörum þér
Ég elska þig
Og Ástin er eilíf
Ég treysti á það
Og ég mun að eilífu standa við hlið þér
Eins og í dag