Ég var úti að hitta stelpurnar
í miðju kafi að hlusta á nýju fréttirnar.
Svo heyrði ég sögu sem að mér fannst ótrúleg
það heyrði einhver að þú værir húkt á mér.Hvernig fara svona sögur bara af stað?
Ég sem vissi ekki neitt.Sagan segir að þú sért á haus
já að þú sért bara alveg laus
við allt sem heitir ráð og ræna.
Sagan segir að þú sért að pæla
en samt ertu alltaf með stæla
þegar ég reyni að tala beint við þig.Önnur saga en ekkert minna ótrúleg
byggð á atburðum sem gerðust inní mér.
Týnd í eigin ímyndunarleik með þér.
Myndi gefa allt til þess að þú værir hér.Hvernig fara svona sögur bara stað?
Hvernig verða þær til?Sagan segir að ég sé á haus
að ég sé bara alveg laus
við allt sem heitir ráð og ræna.
Sagan segir að ég sé að pæla
samt er ég alltaf með stæla
þegar þú ert kominn nógu nálægt mér.En eigum við ekki að prófa, skrifa handrit
sem byggt verður á báðum sögunum?
Setja inn slatta rómans og smá spennu,
leika svo sjálf okkar líf.