Nylon - Ég komst hingað ein

Prenta texta

Ég hef gengið um með lítinn draum í maganum
ég hef oft hugsað – um ef augnablikið kemur aldrei?
Myndi röddin mín og allt það sem ég hef að segja
týnast tóminu í.Ég komst alla leið og barðist fyrir hverju strái
það tók allt sem ég átti og stundum meira en það.
Efasemdirnar drógu oftast úr mér kjarkinn
og ég týndi neistanum.Ég komst hingað ein og ég sýndi þeim
sem efuðust að ég ætti þetta alveg inni.
Ég komst hingað ein og ég þakka þeim
sem stóðu þétt við bakið á mér gegnum eldinn.
Sem efuðust aldrei og kvikuðu aldrei
þótt þrautagangan væri oft ströng.Ég stend á nýjum stað, hef aldrei komið hingað áður
mér tókst að gera það sem mig dreymdi alltaf um að gera.
Héðan sýnist mér að vegir liggi í allar áttir.
Hér er leiðin greið.Ég komst hingað ein og ég sýndi þeim
sem efuðust að ég ætti þetta alveg inni.
Ég komst hingað ein og ég þakka þeim
sem stóðu þétt við bakið á mér gegnum eldinn.
Sem efuðust aldrei og kvikuðu aldrei
þótt þrautagangan væri oft ströng.En allir eiga sér eitt augnablik
allir fá sinn eigin sjéns.
Ef þig dreymir draum
þá getur hann orðið að risastórum veruleika.
Láttu engan segja þér neitt annað
enginn veit hvernig þetta fer.