Litla hryllingsbúðin - Þar sem allt grær

Prenta texta

Ég veit Baldur bestur er kosta
en kærasti minn er með kvalarlosta
svo hönd mín er í fatla
og blá er mín brá.Samt er Baldur á toppnum
þótt fegurðin liggi ekki utan á kroppnum
og mig dreymir um stað
þar sem kúrum við hvort öðru hjá.Eitt agnarlítið hús
og ekta skjólgirðing.
Útigrill í garðinum
og grasið allt í kring.
Þurrkari og þvottavél
með þeytivindur tvær
einhvers staðar þar sem grasið grær.Hann rjátlar heima við
hann ræktar runna og tré.
Ég kokka að hætti Sigga Hall
af þokka Lindu Pé.
Sólbekkur og heitur pottur
svalur aftanblær.
Einhvers staðar þar sem grasið grær.Við pöntum okkur pitsu og poppum uppá grín.
Og horfum svo í fimmta sinn
á endursýnda mynd á sýn.Og loksins geng ég út
og legg mig í hans vald.
Börnin hafa stundina okkar
sem sitt traust og hald.
Sem mynd úr hús og híbýlum á heilli opnu í gær
ég svíf á braut
frá kröm og þraut.
Þar sem allt grær.