Já átta glymur klukkan
og þú hrekkur upp.
Þú þrælar eins og jálkur
fyrir skálkana sem eiga allt
þar til klukkan fimm.Þú ferð á Skítró
þar er liðið lens
ferð á Skítþró
þar er enginn séns
ferð á Skítþró
þú ferð yfir grensuna þá
heim á Skítþró
heim á Skítþró.Þú ferð á
Skítþró þar er allt í steik
skítþró – þar fær enginn breik
skítþró – þar sem fríkin bleik í spíttið spá
skítþrónni á.Í djobbinu þjónar undir þarminn á
þrjótum sem hvessa á þig illskubrá
rífur í þig pulsur inní portunum
pöddurnar þær velja sér úr sortunum.Í djobbinu hupplegur við hóruger
hneigir þig og beygir eins og bráðið smér
morguninn fergir þig sem mara grimm
en mest er fjörið klukkan fimm!Þá ferðu á
skítþró – þar sem lekur hor
skítþró – þar sem flæðir for
skítþró – þar sem allan soran má sjá
skítþrónni á
skítþrónni á
skítþrónní áááháá.Puð! ævi mín hún er eintómt puð!
Ég spyr til hvers skópstu mig Guð
Til hvers yfir höfuð, myndaður sauður
SÓP!
Ég fæddist föðurlaus ræfill
ræsisins son
skítþrónni á
upp hann mig ól, veitti skjól
gaf mér brauðbita og ból, já og staf
kallar mig larf sem eg er.Ég lít á
Skítþró sem mín heimkynni
lít á skítþró já í reyndinni
lít á skítþró í sjálfri eymdinni er ég þá
skíþrónni á.Vísi einhver veginn mér burt héðan
ég bið drottinn hann dragi mig burt héðan
getur alls enginn græjað mig burt héðan
einhver segi: burt með hann núna!Sýn mér leiðina svo komist ég burt héðan
prófa að klifra og kemst þannig brut héðan
hærra hærra og held þannig burt héðan
látið lukkuna vita að ég sit hér.Það væri æði að komast loks burt héðan
kveðja svæðið og komast fljótt burt héðan
fljúg á klæði svo komist ég burt úr skít
allt er falt bara komist ég uppúr skít
það er sagt það sé engin leið upp úr skít
guð minn góður ég skal komast burt frá
Skítþró!