Dag einn
hann greip sóp
ekkert var að gerast
deyfð og dóp
gleðifregnir berast!
Á snærið hljóp
krjúpið niður undrið hefur skeð..
Allt springur – gleðihróp
þú sérð af þessu allt getur svo sem skeð.Baldur var hinsta sort
undirmáls með hor
og hálgert lort.
Allur hreint í slori
ekkert gort
en núna vilja allir hafa hann með.Gullbryddað krítarkort
þú sérð af þessu allt getur svo sem skeð.Heimurinn traðkaði á honum
nú er hann umsetinn fögrum konum.
Gullkort vilja þær hremma er hrjóta honum frá
með tjöru vildu menn tefja hann
nú upp til skýjana allir hefja hann
allt vegna dularfulls blóms, sem hér getur að sjá!Sjá manninn
hamingjan
hjólar í hann stutta
lukkumann.
Ég skar á mér puttann
bansettann
beint úr hryllingsmynd sem ég hef séð
um sjálfan andskotann
þú sérð af þessu allt getur svo sem skeð.