Er nálgast jólin lifnar yfir öllum
það er svo margt sem þarf að gera þá
og jólasveinar fara upp á fjöllum
að ferðbúast og koma sér á stjá.
Jólin koma, jólin koma,
og þeir kafa snjó á fullri fart,
jólin koma, jólin koma,
allir búast í sitt besta skart.
Hann er svo blankur auminginn hann pabbi
að ekki gat hann gefið mömmu kjól.
Svo andvarpaði’ hann út af búðarlabbi:
„Það er svo dýrt að halda þessi jól.“
Jólin koma, jólin koma,
blessuð krakkar forðist glaum og gól.
Jólin koma, jólin koma,
eignist kyrrð og frið um heilög jól.