Jólalög - Jólasveinnin kemur í kvöld

Prenta texta

Jólasveinninn kemur í kvöld

Nú hlustum við öll svo hýrleg og sett,

ekki nein köll því áðan barst frétt:

Jólasveinninn kemur í kvöld!

Hann arkar um sveit og arkar í borg

og kynja margt veit um kæti og sorg.

Jólasveinninn kemur í kvöld!

Hann sér þig er þú sefur,

hann sér þig vöku í.

og góðum börnum gefur hann

svo gjafir, veistu’ af því.

Nú hlustum við öll svo hýrleg og sett,

ekki nein köll því áðan barst frétt:

Jólasveinninn kemur í kvöld!

Með flautur úr tré og fiðlur í sekk,

bibbidíbe og bekkedíbekk.

Jólasveinninn kemur í kvöld!

Og brúður í kjól sem bleyta hvern stól,

flugvélar, skip og fínustu hjól.

Jólasveinninn kemur í kvöld!

Og engan þarf að hryggja

því allir verða með

er börnin fara’ að byggja sér

bæ og þorp við jólatréð.

Hæ! Nú hlustum við öll svo hýrleg og sett,

ekki nein köll því áðan barst frétt:

Jólasveinninn kemur í kvöld.