Jólalög - Hátíð fer að höndum ein

Prenta texta

Hátíð fer að höndum ein,

hana vér allir prýðum.

Lýðurinn tendri ljósin hrein,

líður að tíðum,

líður að helgum tíðum.

Gerast mun nú brautin bein,

bjart í geiminum víðum.

Ljómandi kerti’ á lágri grein.

Líður að tíðum,

líður að helgum tíðum.

Sæl mun dilla, silkirein,

syninum, undurfríðum.

Leið ei verður þá lundin nein.

Líður að tíðum,

líður að helgum tíðum.