Jóhanna Guðrún - Ég sjálf - Ég grænka eins og grasið (Hand in my pocket)

Prenta texta

Er rigningin fellur
þá rölti ég um
læt regnið mig væta alla.
Og þá er ég planta
og þá er ég lítið blóm
sem þyrst var á vatn að kalla.það rignir og það rignir
bæði á réttláta og rangláta
og ég grænka eins og grasið
og ég get ekki annað en hlegið.Og rigningin fellur
og hún rennur um malbikið
og rennvotar götur anga
svo brosa þær feimnar
og flauta í hljómfalli
við fæturnar sem þar ganga.það rignir og það rignir
bæði á ráðamenn og almúgann,
og ég grænka eins og grasið
og ég get ekki annað en fagnað því.Og steinsteyptar blokkir
og bárujárnshús
nú brosa og jafnvel flissa
því droparnir kitla
svo þökin á þeim
að þeim verður mál að pissa.það rignir og það rignir
á rautt og gult og grænt og blátt
og ég grænka eins og grasið
og ég get ekki annað en sungið.Það rignir og það rignir um allt
á rautt og gult og grænt og blátt
og ég grænka eins og grasið
og ég get ekki annað en fagnað því.