Jóhanna Guðrún - Ég sjálf - Draumar (I learned from the best)

Prenta texta

Allir eiga drauma,
innst í hjarta sínu þrá,
að fá að upplifa þá,
einhvern dag.Nú finn ég sterka strauma,
ég stari í þín augu blá,
og lífið virðist allt þá
mér í hag.Við vitum ekki hvert er okkar næsta skref
en augnablikið eignast þó ég hef –
ég hef.Ég sé hvað lífið það er ótrúlegt
ef þú heldur dagarnir renni í sama far
þá gerir lífið eitthvað ótrúlegt
það bíður þín hér – eða þar.Sérðu engann tilgang,
með öllu þessu yfirleitt,
það líður burtu enn eitt
ár frá þér.En síðan allt í einu
er orðið yfir öllu bjart,
og þó þú trúir því vart-
trúðu mér.Það gerist og mér öðruvísi áður brá,
nú allt er nýtt og betra að sjá.Ég sé hvað lífið það er ótrúlegt,
ef þú heldur dagarnir renni í sama far,
þá gerir lífið eitthvað ótrúlegt
það bíður þín hér – eða þar.Við skiljum ekki allt, sem gerist hér
það er svo margt sem fyrir augu ber.
Nú sé ég bara þig – aðeins þig.Ég sé hvað lífið það er ótrúlegt,
ef þú heldur dagarnir renni í sama far,
þá gerir lífið eitthvað ótrúlegt
það bíður þín hér – eða þar.