Jóhanna Guðrún 9 - Bíóstjarnan mín (Torn)

Prenta texta

Á fremsta bekknum í fimmta sinn
finn ég enn í maganum sama fiðringinn,
en loksins birtist ljósgeislinn.
Ég reyn’ að hemja í mér hjartsláttinn
er ég horfi á enn á ný
upphafstitilinn
og allra fyrstu atriðin svo kemur þú þá kikna ég
og kannsk’ er myndin ömurleg
en hvernig sem hún er fell ég fyrir þérBíóstjarnan mín,bara ætluð mér
eru brosin þín-veist þó ekkert hver ég er.
Við hverja bíóferð í brjósti ástin vex
ég bráðna við að heyra þína rödd í THX.
Brostu nú til mín, bíóstjarnan mín. Ég sé oft konur kyssa þig
og hvísla lágt “æ láttu þær bara eiga sig”
þú veist víst ekk’ að þú átt mig.
Ég horfi samt með semingi á fleiri ástaratriðiog hvernig sem allt fer fell ég fyrir þérBíóstjarnan mín, bara ætluð mér
eru brosin þín-veist þó ekkert hver ég er.
Við hverja bíóferð í brjósti ástin vex
ég bráðna við að heyra þína rödd í THX.
Brostu nú til mín, bíóstjarnan mín…
mín… Sóló Svo kem ég út í kvöldloftið
og kyssi af þér plakatið
og eina ferðin’ ennfell ég fyrir þérBíóstjarnan mín, bara ætluð mér
eru brosin þín- veist þó ekkert hver ég er.
Við hverja bíóferð í brjósti ástin vex
ég bráðna við að heyra þína rödd í THX.
Brostu nú til mín, bíóstjarnan mín
gef mér brosin þín viltu vita hver ég er?
Brostu nú til mín bíóstjarnan mín…
mín…