Jóhanna Guðrún 9 - Aldrei aftur (Never ever)

Prenta texta

Ég hef heilmikið að hugsa um
og heilan sæg af spurningum.
Hvað gerði ég vitlaust og rangt
og fór ég yfir strikið of langt?
Eflaust átti ég að láta þar við sitja
en ekki strax óvissunnar vitja.
En nú er of seint að ætl’ að snúa við
en um leið verður fært að kanna nýja hlið.
Eigðu við mig nokkur orð
það skaðar ekki neitt
ég vil heyra eða sjá frá þér
það kemur víst útá eitt.
Þú ert kannsk’ alveg bit
en þú þarft að sýna lit.
Seinna meir fæ ég eflaust svar
og í þínum hugarheimi ég kemst í var.Síminn þegir
það líður og bíður enn.
Jafnvel ennþá lengur
en biðinni lýkur senn.
Veistu hvað ég vona það hafðu trú
og einhver ráð og sláð’ á þráð
strax hér og nú, já.Kannski fékkstu ekki skilaboðin frá mér
var þetta númer ekki rétt hjá mér?
Kannski þorir’ ekki að taka af skarið
og kannski finnst þér bara ekkert í það varið.
Ég veit betur því eitt hefur mér verð kennt
að hætta aldrei það sama get ég nú víst á þér bent.Aldrei aftur skaltu hika og efast
aldrei aftur sömu færi þer gefast.
Stattu klár á því að stökkva nú á þau
því stundin nálgast þegar hættir þú að ná í þau.
Aldrei aftur færðu daginn í dag
og það er dapurt þegar aldrei kemst neitt í lag.
Og aldrei aftur skal ég minna þig á það
en eflaust ertu þegar farinn að sjá það.Ég er óreynd
en ein’ hef brennt mig á
að bíða of lengi
því lífið þér hleypur frá
Veistu hvað ég vona að sjáir þú
nú senn að þér og skrifir mér
strax hér og núKannski fékkstu ekki skilaboðin frá mér
var þetta númer ekki rétt hjá mér?
Kannski þorir’ ekki að taka af skarið
og kannski finnst þér bara ekkert í það varið.
Ég veit betur því eitt hefur mér verð kennt
að hætta aldrei það sama get ég nú víst á þér bent.Aldrei aftur skaltu hika og efast
aldrei aftur sömu færi þer gefast.
Stattu klár á því að stökkva nú á þau
því stundin nálgast þegar hættir þú að ná í þau.
Aldrei aftur færðu daginn í dag
og það er dapurt þegar aldrei kemst neitt í lag.
Og aldrei aftur skal ég minna þig á það
en eflaust ertu þegar farinn að sjá það.Osfrv.